Skip to main content

Íslensk sagnfræði undir smásjánni í alþjóðlegu tímariti

6. Mar 2017

Nýlega kom út sérhefti af tímaritinu Nordic Historical Review með yfirskriftinni Icelandic historiography: Themes, methodologies, professionalization. Sérheftið er helgað íslenskri sagnaritun um sögu Íslands allt frá landnámi til nútímans. Í átta ritgerðum er fjallað um helstu tímabil og meginsvið sagnfræði þar sem höfundar gera grein fyrir mikilvægum viðfangsefnum, fræðadeilum, aðferðafræði, stöðu þekkingar og tengslum íslenskrar sagnaritunar við alþjóðlega sagnfræði.

Sverrir Jakobsson fjallar um miðaldasögu, Anna Agnarsdóttir og Hrefna Róbertsdóttir um sögu árnýaldar, Sveinn Agnarsson um hagsögu, Ragnheiður Kristjánsdóttir um stjórnmálasögu, Sigurður Gylfi Magnússon um einsögu, Ólafur Rastrick og Davíð Ólafsson um menningarsögu, Erla Hulda Halldórsdóttir um kvenna- og kynjasögu og Guðni Th. Jóhannesson um sögu utanríkismála. Gestaritstjórar þessa sérheftis eru Guðmundur Hálfdanarson og Guðmundur Jónsson.

Tímaritið Nordic Historical Review /Revue d’Histoire Nordique er gefið út af Université Toulouse Jean Jaurès. Sérheftið er til sölu í Bóksölu stúdenta.