Skip to main content
23. janúar 2015

Inntökupróf í Lagadeild

Inntökupróf í Lagadeild Háskóla Íslands verður haldið laugardaginn 21. mars 2015, kl. 10.00.  Prófað verður í Háskóla Íslands. Annað inntökupróf, sem auglýst verður sérstaklega, verður haldið 12. júní 2015.

Opnað verður fyrir skráningu í inntökuprófið fyrir miðjan febrúar, og verður skráningin auglýst sérstaklega.

Til þess að þreyta inntökuprófið þurfa umsækjendur ekki að hafa lokið stúdentsprófi, lokaprófi frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú), eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Ef nemendur sækja um nám við Lagadeild þegar opnað verður fyrir skráningu í vor þurfa þeir hins vegar að uppfylla skilyrði um stúdentspróf.

Í inntökuprófinu, sem er Aðgangspróf fyrir háskólastig (A-próf), er prófað í eftirtöldum fimm þáttum: upplýsinganotkun, málfærni, lesskilningi, ensku og stærðum og reiknanleika.

Meðaleinkunn á stúdentsprófi mun gilda 20% en frammistaða á inntökuprófinu 80% og munu þeir 100 nemendur sem bestum árangri ná öðlast rétt til náms í Lagadeild Háskóla Íslands á haustmisseri 2015.

Reykjavík, 23. janúar 2015

Eyvindur G. Gunnarsson
forseti Lagadeildar