Skip to main content
2. júlí 2015

Inntaka í grunnnám í hjúkrunarfræði

Niðurstöður vegna inntöku í grunnnám í hjúkrunarfræði voru birtar í gær. Alls uppfylltu 157 umsækjendur inntökuskilyrði deildarinnar. 

Samkvæmt fjöldatakmörkun í grunnnámi í hjúkrunarfræði eru 100 nemendur teknir inn en fjöldinn miðast við afkastagetu sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana varðandi verklega þjálfun stúdenta. Inntökureglur kveða á um að ef tveir eða fleiri nemendur séu jafnir í síðasta sæti, að teknu tilliti til fjöldatakmörkunar, öðlist báðir eða allir rétt til náms. Því hefur alls 105 umsækjendum verið boðið að hefja nám í hjúkrunarfræði á haustmisseri 2015.

Þeir umsækjendur sem ekki komast inn í Hjúkrunarfræðideild geta skráð sig í aðrar deildir Háskóla Íslands fram til 1. ágúst.

Kynningarfundur fyrir nýnema verður haldinn mánudaginn 24. ágúst kl. 10:00 – 12:00 í stofu 101-C í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 25. ágúst.

Nemendur í hjúkrunarfræði