Skip to main content
17. nóvember 2015

Innsetningarathöfn Hrefnu Friðriksdóttur

Föstudaginn 13. nóvember sl. fór fram innsetningarathöfn Hrefnu Friðriksdóttur, prófessors í lögfræði.

Athöfnin hófst með stuttu yfirliti Daða Más Kristóferssonar, forseta Félagsvísindasviðs, yfir helstu störf Hrefnu. Þá tók Hrefna við og flutti erindi í tengslum við sérsvið sitt, fjölskyldu- og erfðarétt. Að lokum fóru fram líflegar umræður í sal þar sem Hrefna svaraði fyrirspurnum gesta.

Tilgangur kynningarfyrirlestranna er að vekja athygli á hinum nýja prófessor, störfum hans og áherslum, ekki síst til þess að auka tengsl og samstarf innan skólans.

Hér má sjá myndir á Flickr eftir Kristinn Ingvarsson

Föstudaginn 13. nóvember sl. fór fram innsetningarathöfn Hrefnu Friðriksdóttur, prófessors í lögfræði
Föstudaginn 13. nóvember sl. fór fram innsetningarathöfn Hrefnu Friðriksdóttur, prófessors í lögfræði