Skip to main content
21. apríl 2015

Innsetningarathöfn dr. Bradley Thayer

Fyrsta innsetningarathöfnin á Félagsvísindasviði var haldin þann 8. apríl síðastliðinn þegar dr. Bradley Thayer tók formlega við stöðu prófessors við Stjórnmálafræðideild. Hann hélt af því tilefni innsetningarfyrirlestur sem bar nafnið Sex and International Politics.

Dr. Bradley Thayer er með doktorsgráðu frá University of Chicago og hefur kennt við Háskólann í Bath, Baylor-háskóla, Dartmouth-háskóla og Masaryk-háskóla. Hann hefur stundað rannsóknir við Belfer-rannsóknamiðstöðina í alþjóðamálum við Harvard-háskóla og sinnt ráðgjöf fyrir Rand Corporation og ýmsar stofnanir í Washington D.C.

Thayer er sérfræðingur fyrir Fulbright-sjóðinn. Rannsóknir hans lúta að ólíkum þáttum alþjóðastjórnmála, þ.á m. kenningum, öryggismálum, öryggishagsmunum og -stefnum ríkja, framtíð Atlantshafsbandalagsins og vestrænnar samvinnu, afleiðingum af auknum áhrifum Kína í alþjóðastjórnmálum og áhrifum líffræðilegra þátta á alþjóðastjórnmál, eins og t.d. á uppruna átaka.

Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs og Bradley Thayer.
Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs og Bradley Thayer.