Skip to main content
9. desember 2016

Hvernig fjölmenningarsamfélag erum við?

Þjóðminjasafn Íslands og Háskóli Íslands undirrituðu nýlega samstarfssamning og af því tilefni var efnt til fyrsta sameiginlega málþingsins undir heitinu Fræðamót föstudaginn 2. desember síðastliðinn.

Yfirskrift málþingsins í ár var „Hvernig fjölmenningarsamfélag erum við?“

Á fræðamótinu var sérstaklega hugað að móttöku, aðstoð og daglegu lífi innflytjenda og flóttafólks hér á landi og áhrifum þess á íslenskt menningarsamfélag. Fjöldi fræðimanna, nemenda og sérfræðinga flutti erindi, þar á meðal Kristín Loftsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands.

Erindi hennar bar yfirskriftina „Ísland í heiminum og heimurinn á Íslandi“ en sýning með sama titli var nýlega opnuð í Þjóðminjasafninu. Í erindinu fjallaði Kristín m.a. um fordóma á Íslandi í fortíð og samtíma auk þess sem hún ræddi um rannsóknirnar sem sýningin byggist á og hugmyndavinnu á bak við hana.

Dagskrána í heild sinni má skoða í viðburðadagatali.

Fræðamót
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.