Skip to main content
8. desember 2016

Hugtakið „eitthvað annað“

""

Út er komin bókin Eitthvað annað eftir Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki. Bókin er safn greina og erinda og hefur tæpur helmingur ritsmíðanna ekki birst áður á prenti.

Í inngangsorðum bókarinnar bendir höfundur á að Íslendingum hafi orðið tíðrætt um „eitthvað annað“ á síðustu árum, svo mjög að ætla megi að það sem þessi orð vísa til verðskuldi að kallast einhvers konar stef í umræðunni eða fyrirbæri í menningunni – eða jafnvel sérstakt hugtak. Greinarnar í bókinni hverfast um það sem við er átt með þessum orðum í verufræðilegum, pólitískum og siðferðilegum skilningi. Er ástæða til að biðja um eitthvað annað en það sem við blasir? Er hinn fullkomni heimur hlutskipti okkar – eða þurfum við að halda áfram leitinni? Höfundur leitar svara með skírskotun til ýmissa kenninga og hugsuða. Meðal umfjöllunarefna eru lýðræði og vald, frelsun og framtíð, mennska og tómhyggja, vísindi og náttúra – og heimspekin og saga hennar.

Útgefandi er Heimspekistofnun í samvinnu við Háskólaútgáfuna.

""
""