Skip to main content

Hrunið og endurreisn - Útgáfuráðstefna

7. Mar 2017

Í tilefni af útgáfu Palgrave Macmillan á bókinni The Icelandic Financial Crisis: A Study into the World´s Smallest Currency Area eftir þá Ásgeir Jónsson, dósent og deildarforseta Hagfræðideildar, og Hersi Sigurgeirsson, dósent við Viðskiptafræðideild, var haldin ráðstefna í Hátíðasal Háskóla Íslands 1. mars síðastliðinn og sóttu um 120 manns ráðstefnuna.   

Ásgeir og Hersir voru með framsögu og fjölluðu meðal annars um sérstöðu íslenska peningakerfisins í bankahruninu. Þá fóru þeir yfir það hvernig stjórnvöld settu neyðarlögin 6. október 2008 í krafti neyðarréttar til að koma í veg fyrir að áfallið af hruni bankanna lenti af fullum krafti á herðum venjulegra borgara og endurreisn fjármálakerfisins í kjölfar þess.

Á eftir voru líflegar pallborðsumræður en þátttakendur í þeim voru Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og lagalegur ráðgjafi stjórnvalda í viðbrögðum við falli bankanna og ýmsum eftirmálum þess, Jónas Fr. Jónsson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi forstjóri FME, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun fjármagnshafta, og Kristrún Heimisdóttir, rannsóknafélagi við Columbia Law School í New York. 

Hersir Sigurgeirsson dósent
Ásgeir Jónsson dósent