Skip to main content
18. febrúar 2015

Heimskort Ingjalds afhjúpað

""

Mánudaginn 9. febrúar síðastliðinn komu vinir og samstarfsfólk dr. Ingjalds Hannibalssonar saman til minningarstundar, en hann lést þann 25. október 2014.

Tilefnið var meðal annars að afhjúpa minningarskjöld um Ingjald sem settur var upp í Ingjaldsstofu (HT-101), kennslustofu sem byggð var m.a. fyrir tilstilli Ingjalds. Einnig var afhjúpað heimskort sem Ingjaldur var þekktur fyrir og merkti reglulega inn á þegar hann hafði komið til nýs lands. Skömmu fyrir andlát sitt tókst Ingjaldi að ljúka ferð sinni til allra 193 ríkja innan Sameinuðu þjóðanna.

Við minningarstundina var sýnt myndband sem Konfúsíusarstofnun Háskóla Íslands tók saman með brotum af viðtölum við Ingjald sem unnin voru í tengslum við heimildarmynd um stofnunina.

Ingjaldur Hannibalsson
Gestir á minningarstund um Ingjald Hannibalsson
Gestir á minningarstund um Ingjald Hannibalsson
Gestir á minningarstund um Ingjald Hannibalsson
Gestir á minningarstund um Ingjald Hannibalsson
Gestir á minningarstund um Ingjald Hannibalsson