Skip to main content
6. mars 2017

Háskóladagurinn á ferð og flugi um landið

""

Háskólar landsins heimsækja alls sjö sveitarfélög á landsbyggðinni dagana 7.-29. mars og verða með átta kynningar á þeim ótal námsleiðum sem í boði eru í skólunum sjö. Heimsóknirnar eru undir hatti samstarfs skólanna um Háskóladaginn.

Hinum eiginlega Háskóladegi var fagnað á laugardaginn var, 4. mars, en þá lögðu þúsundir manna leið sína á háskólasvæðið og kynntu sér bæði námsframboð og þjónustu í Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands, Hólaskóla og Háskólans á Bifröst. Sams konar kynningar voru í Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.

Líkt og undanfarin ár halda háskólarnir áfram samstarfi sínu í kjölfar Háskóladagsins og bjóða til námskynninga um allt land. Reisan hefst þriðjudaginn 7. mars þegar skólarnir heimsækja Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ og verða með námskynningu frá kl. 13-15. Í framhaldinu rekur hver kynningin aðra eins og lesa má um hér að neðan. 

9. mars kl. 11:00 - 13:00 í Menntaskólanum á Ísafirði

10. mars kl. 10:00 - 12:00 í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi

15. mars kl. 11:00 - 13:00 í Menntaskólanum á Egilsstöðum

16. mars kl. 9:30 - 11:00 í Menntaskólanum á Akureyri og kl. 12:30 - 14:00 í Verkmenntaskólanum á Akureyri

20. mars kl. 10:00 - 12:00 í Fjölbrautaskóla Vestmannaeyja  

29. mars kl. 10:10 - 12:00 í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi

Námskynningarnar átta eru opnar öllum áhugasömum og vakin er sérstök athygli á því að fulltrúar frá náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands verða með í för á öllum stöðum.

Frá námskynningu á Selfossi