Skip to main content
7. febrúar 2016

Hal hlutskarpast í hönnunarkeppni verkfræðinema

""

Liðið Hal bar sigur úr býtum í árlegri hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Islands sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu um helgina. Þetta var í 25. sinn sem keppnin var haldin.

Hönnunarkeppnin hefur jafnan vakið mikla athygli og dregið að sér fjölda gesta og engin undantekning var á því á UT messunni í Hörpu. Salurinn Silfurberg var þétt setinn þegar þrettán lið reyndu sig við þrautabraut þar sem markmiðið var sem fyrr að hanna faratæki sem farið gat yfir brautina og leyst ýmsar þrautir á leið sinni að endastöð. 

Að lokinni spennandi keppni stóðu þau Hólmfríður Hannesdóttir, sem útskrifaðist úr eðlisfræði frá Háskóla Íslands í vor, og Atli Þór Sveinbjarnarson, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, uppi sem sigurvegarar en þau mynduðu liðið Hal. Að launum hlutu þau 400 þúsund krónur frá öðrum af aðalbakhjörlum keppninnar, Marel. 

Í öðru sæti varð liðið Team Sprakk sem skipað var vélaverkfræðinemunum Kristjáni Theodór Sigurðssyni og Sólrúnu Traustadóttur ásamt iðnaðarverkfræðinemanum Hlyn Árna Sigurjónssyni. Þau hlutu 300 þúsund krónur frá hinum aðalbakhjarli keppninnar, Nýherja.

Þriðja sætið kom í hlut liðsins Bjárni en á bak við það stóðu efnaverkfræðinemarnir Árni Sturluson og Björn Jóhann Þórsson. Þeir hlutu 200 þúsund krónur í peningaverðlaun frá Marel.

Marel veitti einnig 100 þúsund króna verðlaun fyrir frumlegustu hönnunina og þau hlaut liðið 2 init 2 finis. Liðið var skipað þeim Ásgeir Barkarsyni og Steinnarri Hrafni Höskuldssyni, nemum í vélaverkfræði við Háskóla Íslands.

Dómnefnd keppninnar skipuðu þau Fjóla Jónsdóttir, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild, Rúnar Unnþórsson, dósent við sömu deild, og 

Viljálmur Ívar Sigurjónsson, tæknimaður við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.

Undirbúningur keppninnar var í höndum þriggja nemenda á þriðja ári í í verkfræði, þeirra

Andra Orrasonar, Kristínar Guðmundsdóttur og Snorri Tómassonar.

Líkt og fyrri ár verður upptaka frá keppninni sýnd á RÚV á næstu mánuðum.

Hólmfríður Hannesdóttir og Atli Þór Sveinbjarnarson
 Í öðru sæti varð liðið Team Sprakk sem skipað var vélaverkfræðinemunum Kristjáni Theodór Sigurðssyni og Sólrúnu Traustadóttur ásamt iðnaðarverkfræðinemanum Hlyn Árna Sigurjónssyni.
Þriðja sætið kom í hlut liðsins Bjárni en á bak við það stóðu efnaverkfræðinemarnir Árni Sturluson og Björn Jóhann Þórsson.
Marel veitti einnig 100 þúsund króna verðlaun fyrir frumlegustu hönnunina og þau hlaut liðið 2 init 2 finis. Liðið var skipað þeim Ásgeir Barkarsyni og Steinnarri Hrafni Höskuldssyni, nemum í vélaverkfræði við Háskóla Íslands.
Hólmfríður Hannesdóttir og Atli Þór Sveinbjarnarson
 Í öðru sæti varð liðið Team Sprakk sem skipað var vélaverkfræðinemunum Kristjáni Theodór Sigurðssyni og Sólrúnu Traustadóttur ásamt iðnaðarverkfræðinemanum Hlyn Árna Sigurjónssyni.
Þriðja sætið kom í hlut liðsins Bjárni en á bak við það stóðu efnaverkfræðinemarnir Árni Sturluson og Björn Jóhann Þórsson.
Marel veitti einnig 100 þúsund króna verðlaun fyrir frumlegustu hönnunina og þau hlaut liðið 2 init 2 finis. Liðið var skipað þeim Ásgeir Barkarsyni og Steinnarri Hrafni Höskuldssyni, nemum í vélaverkfræði við Háskóla Íslands.