Skip to main content
22. júní 2015

Hæsta meðaleinkunn frá upphafi rafrænna mælinga

Brautskráning Háskóla Íslands fór fram laugardaginn 20. júní síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll. Alls brautskráðust 174 kandídatar frá Viðskiptafræðideild, þar af 72 úr grunnnámi, 77 úr meistaranámi og 25 úr MBA-námi.

Fjórir kandídatar brautskráðust með ágætiseinkunn frá Viðskiptafræðideild. Það voru þau Guðrún Ingvarsdóttir með MS í Stjórnun og stefnumótun og þau Daníel Kristjánsson, Kateryna Hlynsdóttir og Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir með BS í viðskiptafræði.

Vert er að geta árangurs Daníels Kristjánssonar sérstaklega en hann útskrifaðist með 9,67 í meðaleinkunn úr BS-námi og þar með hæstu meðaleinkunn frá upphafi rafrænna mælinga, eða frá árinu 1980.

Kennarar og starfsfólk Viðskiptafræðideildar óskar öllum kandídötum til hamingju með áfangann.

Daníel Kristjánsson, Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir, Kateryna Hlynsdóttir og Runólfur Smári Steinþórsson
Runólfur Smári Steinþórsson og Guðrún Ingvarsdóttir
Daníel Kristjánsson, Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir, Kateryna Hlynsdóttir og Runólfur Smári Steinþórsson
Runólfur Smári Steinþórsson og Guðrún Ingvarsdóttir