Skip to main content
21. maí 2015

Hækkandi hlutfall eldra fólks: Auðlind eða vandi?

""

Í nýjasta blaði tímaritsins Sveitarstjórnarmál rita Halldór Sig. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og lektor í félagsráðgjöf, og Helga G. Erlingsdóttir, hjúkrunarforstjóri ÖA, grein um hækkandi hlutfall eldra fólks.

Yfirskrift greinarinnar er „Auðlind eða vandi?“  og er þar leitast við að greina samfélagslegar forsendur og leiðir til að mæta breyttum þörfum notenda í framtíðinni. Í greininni er fjallað um Akureyrarmódelið og þau tækifæri sem geta legið í samþættri skipan þjónustunnar. Í lokin er umræðan hér á landi um málefni eldra fólks sett í samhengi við umræðu meðal annarra Evrópuþjóða.

Greinina má nálgast á vef Öldrunarheimila Akureyrar.

Halldór Sig. Guðmundsson, lektor og framkvæmdastjóri öldrunarheimila Akureyrar