Skip to main content
7. nóvember 2016

Guðbjörg gerð að heiðursfélaga

""

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild, var gerð að heiðursfélaga í Félagi náms- og starfsráðgjafa á Íslandi á fjölmennum fundi félagsins þann 4. nóvember sl. Fundurinn var haldinn í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar.

Á meðfylgjandi mynd sést hún taka við viðurkenningu, blómvendi og skrautgrip, úr höndum stjórnarkvenna félagsins.

Guðbjörg lauk embættisprófi í náms- og starfsráðgjöf 1985 frá Háskólanum í Lyon, meistaragráðu frá Sorbonne-háskóla 1987 og doktorsprófi frá University of Hertfordshire 2004.

Hún var ráðin til kennslu í námsráðgjöf við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands sem kennslustjóri árið 1991 og er nú prófessor í náms- og starfsráðgjöf og deildarforseti Félags- og mannvísindadeildar.

Helstu rannsóknir Guðbjargar hafa verið á félagslegum áhrifum á náms- og starfsval, mati á náms- og starfsfræðslu, aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli og frásagnarráðgjöf.

Guðbjörg tekur við viðurkenningunni.
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir
Guðbjörg tekur við viðurkenningunni.
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir