Skip to main content
23. maí 2017

Gengu á Sveinstind í blíðskaparveðri

""

Hin árlega fjallaferð á vegum Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands fór fram um síðustu helgi. Að þessu sinni var farið á Sveinstind í Öræfajökli og voru 12 starfsmenn HÍ með í för, flestir frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði.

Sveinstindur er næsthæsti tindur landsins, 2044 metrar, og farið var í frábæru veðri, sól og blíðu. Hópurinn fetaði svokallaða Kvískerjaleið sem er hin upprunalega leið sem Sveinn Pálsson læknir fór á sínum tíma en hann var sá fyrsti til að skrá ferðasögu þessarara fögru en erfiðu leiðar. Hún er alls nálægt 30 km á lengd og tók um 15 klst.

Fararstjórar voru Tómas Guðbjartsson, prófessor við Læknadeild HÍ, ásamt Skúla Júlíussyni atvinnuleiðsögumanni.

Glaðbeittur gönguhópur á toppi Sveinstinds með fána Háskóla Íslands.