Skip to main content
16. júní 2016

Galbraith ræddi vaxandi misskiptingu í Evrópu

Fjölmenni var á hádegisfyrirlestri James K. Galbraith í Hátíðasal þann 14. júní síðastliðinn.

Hagfræðideild og Samtök sparifjáreigenda stóðu fyrir komu Galbraith til landsins, en tilefnið var m.a. nýútkominn bók Galbraith Inequality: What Everyone Needs to Know sem Oxford-háskólaútgáfan gaf út.

Í fyrirlestrinum fjallaði Galbraith um vaxandi misskiptingu auðs, muninn á ríkari þjóðum og þeim fátækari, Bandaríkjunum og Evrópu auk þess að fjalla um fjárhagsvanda Grikklands. Hann ræddi fjölbreyttar ástæður misskiptingarinnar og hvað stuðlaði að betri dreifingu tekna og nefndi Noreg og Svíþjóð sem dæmi um lönd þar sem auður dreifist betur.

Hér að neðan má hlaða niður glærunum og greinunum sem Galbraith sýndi í fyrirlestri sínum.

Glærur Galbraith:

Myndband af fyrirlestrinum er væntanlegt og verður það sett inn með þessari frétt.

James K. Galbraith
Bolli Héðinsson og James K. Galbraith
Fjölmennt var í Hátíðasal