Skip to main content
30. nóvember 2016

Gagnagrunnur yfir samstarfsskóla opnaður

""

Nýverið var gagnagrunni yfir samstarfsskóla og samstarfssamninga Háskóla Íslands við erlenda háskóla hleypt af stokkunum. Markmiðið er að auðvelda nemendum leit að skiptinámi en þeir geta leitað eftir landi, námsgrein, námsstigi og fleira. Nemendur geta nú leitað eftir möguleikum á skiptinámi á sínu fræðasviði/fagi á einfaldan og aðgengilegan hátt.

Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 400 háskóla víða um heim og árlega nýta sér fjölmargir að taka hluta af námi sínu erlendis og sækja sér þannig sérhæfingu í námi og dýrmæta reynslu.

Gagnagrunnurinn leysir af hólmi Excel-skjöl með upplýsingum um skóla og samninga sem erfitt gat verið að átta sig á og sjá hvaða möguleikar stæðu til boða á einfaldan hátt. 

Grunnurinn gagnast einnig kennurum sem hafa áhuga á að fara í kennaraskipti til annarra landa.

Áslaug Jónsdóttir og Kolbrún Hrafnsdóttir, verkefnastjórar á Skrifstofu alþjóðasamskipta, höfðu umsjón með verkefninu í samstarfi við vefverksmiðju RHÍ.

Samstarfsskóla-gagnagrunnur
Samstarfsskóla-gagnagrunnur