Skip to main content
24. júní 2015

Flestir nýútskrifaðir lögfræðingar frá HÍ fá vinnu

""

Lögfræðingafélag Íslands stóð fyrir könnun meðal lögfræðinga sem útskrifuðust með MA/ML-gráðu árið 2014. Helsta niðurstaðan er sú að um 69% lögfræðinga sem svöruðu könnuninni unnu við lögfræðistörf í apríl 2015. Langhæst er hlutfallið meðal útskrifaðra lögfræðinga frá Lagadeild Háskóla Íslands, en rúmt 81% þeirra sinnir lögfræðistörfum eftir útskrift. Inni á vef Lögfræðingafélags Íslands má finna nánari upplýsingar um könnunina.

Einnig má sjá frekari umfjöllun um þessa könnun og viðtal við Eyrúnu Ingadóttur framkvæmdastjóra Lögfræðingafélags Íslands vegna þessa inná Vísi 24. júní.

81% þeirra sem útskrifuðust með MA-gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 sinnir nú lögfræðistörfum.