Skip to main content
23. febrúar 2015

Fjölmenni á ráðstefnu um stöðu doktorsnáms

Fjöldi manns sótti ráðstefnu um stöðu doktorsnáms við Háskóla Íslands sem fram fór á Hátíðarsal skólans hinn 19. febrúar. Efnt var til ráðstefnunnar að frumkvæði Miðstöðvar framhaldsnáms við Háskóla Íslands.

Jón Atli Benediktsson, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og kennslu, stýrði ráðstefnunni og flutti inngangserindi um tilurð og þróun doktorsnáms við skólann. Þá fluttu Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild, og Eiríkur Steingrímsson, prófessor við Læknadeild, erindi um reynslu sína sem leiðbeinendur. Loks flutti Edda Óskarsdóttir erindi sem fjallaði um doktorsnám út frá sjónarhóli nemenda. Það var samið í samvinnu við Susan Gollifer en báðar stunda þær doktorsnám við Menntavísindasvið.

Glærur frá fundinum má nálgast á heimasíðu Miðstöðvar framhaldsnáms við Háskóla Íslands.

http://midstodframhaldsnams.hi.is/frettir/2015-02-19/fjolsott-radstefna-um-doktorsnam
http://midstodframhaldsnams.hi.is/frettir/2015-02-19/fjolsott-radstefna-um-doktorsnam