Skip to main content
10. júní 2015

Fjölgun umsókna haustið 2015

Alls bárust 1233 umsóknir í grunn- og framhaldsnám á haustönn við Menntavísindasvið. Er hér um að ræða nærri 20% aukningu frá árinu áður en þá bárust 1029 umsóknir.  

Alls bárust 316 umsóknir í grunnnám í Kennaradeild en þær voru 282 árið 2014 og nam aukning milli ára 12,1% Í allt bárust 296 umsóknir um framhaldsnám í Kennaradeild en 224 umsóknir bárust árið 2014 og er hér um að ræða 32,1% aukningu milli ára.  Í  Kennaradeild ber helst að nefna  fjölgun umsókna í grunnnám í leikskólakennarafræðum en 77 umsóknir bárust 2015 en árið áður voru þær 47 og nemur aukninginn  64% milli ára.

Í Íþrótta- tómstunda og þroskaþjálfadeild var 5,8% samdráttur á umsóknum í grunnám en alls bárust 196 umsóknir fyrir haustið 2015 en þær voru 208 árið 2014. Í framhaldsnám var aukning sem nam 9,1% en all bárust 48 umsóknir um meistaranám fyrir haustið 2015 en þær voru 44 árið 2014.

Í Uppeldis- og menntunarfræðideild var um 59,6% aukning milli ára í grunnnám. Á það ber að benda að  næsta haust verður tekið inn í Alþjóðlegt nám í menntunarfræðum en það er gert annað hvert ár. Því er rétt að taka þessum tölum með nokkrum fyrirvara. Umsóknir 2015 voru því 150 en 94 árið áður. Töluverð fjölgun umsókna varð í framhaldsnámi en alls bárust 227 umsóknir um framhaldsnám fyrir haustið 2015 en 177 árið áður og nam aukningin 28,2%. gin 28,2%. 

Stakkahlíð
Stakkahlíð