Skip to main content
4. júlí 2016

Félagsráðgjafardeild tók þátt í Háskóla unga fólksins

""

Háskóli unga fólksins fór fram dagana 13.-16. júní og tóku um 350 nemendur á aldrinum 12-16 ára þátt í ár.  Skólinn er nú starfræktur í þrettánda sinn og hefur notið gríðarlegra vinsælda meðal ungu kynslóðarinnar undanfarin ár. Nemendur í skólanum kynna sér ótal greinar sem kenndar eru við Háskóla Íslands og skemmta sér þess á milli í skipulögðum leikjum á túninu fyrir framan Aðalbyggingu.

Hervör Alma Árnadóttir, lektor við Félagsráðgjafardeild, bauð upp á námskeiðið Samskipti og hópavinna í skólanum að þessu sinni.

Á námskeiðinu var fjallað um einkenni hópa og góðra samskipta. Kenndar voru æfingar til þess að efla samskipti einstaklinga og hópa. Nemendur fengu tækifæri til þess að skoða mismunandi leiðir til samskipta í gengum hóp- og samskiptaæfingar.

„Kennslan fór fram á tveimur dögum, tvær kennslustundir í senn. Fyrri daginn fór kennslan fram utandyra þar sem nemendur unnu námsæfingar. Seinni daginn nýttum við til að ígrunda þann lærdóm sem varð til við æfingarnar og yfirfæra á daglegt líf. Um 40 nemendur á aldrinum 12-16 ára úr ýmsum skólum landsins sóttu námskeiðið,“ segir Hervör Alma.

 

Hervör Alma Árnadóttir lektor við Félagsráðgjafardeild bauð upp á námskeiðið Samskipti og hópavinna.
Hervör Alma Árnadóttir lektor við Félagsráðgjafardeild bauð upp á námskeiðið Samskipti og hópavinna.