Skip to main content
21. febrúar 2017

ETH Zurich - Nýr samstarfsskóli HÍ í 9. sæti THE

""

Nýverið var undirritaður samstarfssamningur um stúdentaskipti við ETH Zurich í Sviss. Skólinn er í 9. sæti yfir bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education World University Ranking.

Skólinn var stofnaður árið 1855 og leggur ríka áherslu á nýsköpun og tækni. Meðal áherslusviða eru loftlagsbreytingar, fæðukerfi, orkumál, heilbrigðismál og upplýsingavinnsla. Skólanum er skipt upp í 16 deildir innan fimm fræðasviða.

Rúmlega 19.000 nemendur stunda nám við ETH þar af er um helmingur í framhaldsnámi.

Sviss er ekki þáttakandi í Erasmus+ menntaáætlun ESB en ETH veitir skiptinemum uppihaldsstyrk upp á 2100 svissneska franka á misseri eða um 238.000 íslenskar krónur.

Skólinn er opinn bæði grunn- og framhaldsnemum og fyrstu nemendur Háskóla Íslands fara þangað sem skiptinemar næsta haust. Enn er hægt að sækja um skiptinám til skóla innan Evrópu fyrir skólaárið 2017-2018 en umsóknarfrestur rennur út 1. mars nk.

ETH er framsækinn og virtur háskóli í Zurich, stærstu borg Sviss