Skip to main content
16. janúar 2017

Er skóli án aðgreiningar ekki að virka?

""

Olga Huld Gunnarsdóttir, MA í félagsráðgjöf, rannsakaði reynslu foreldra af skóla án aðgreiningar og fjallar um niðurstöðurnar í meistararitgerð sinni.

Ritgerðin er titluð „Skóli án aðgreiningar, innistæðulaus mannúð - Reynsla og upplifun foreldra barna með námserfiðleika á stuðningi í grunnskólum,“ en leiðbeinandi var Sigrún Harðardóttir, lektor við Félagsráðgjafardeild.

Á mbl.is er fjallað um ritgerð Olgu þar sem hún segir að heiti ritgerðarinnar vísi í orð föður sem tók þátt í rannsókninni. Olga ræddi við 11 foreldra 13 barna sem stunda nám í fjórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Börnin voru á aldrinum 8 til 16 ára eða í 3. til 10. bekk. Þó að úrtakið sé ekki stórt má ætla að niðurstöðurnar veiti engu að síður ákveðna innsýn í skólakerfið og það hvaða þjónusta og úrræði eru þar í boði fyrir börn með námserfiðleika.

Nánar er fjallað um málið hér á mbl.is og á rúv.is

""