Skip to main content
19. febrúar 2015

Dr. Kristofer Neslund, gestafyrirlesari á vormisseri

Á vormisseri skólaársins 2014-2015 verður dr. Kristofer Neslund gestafyrirlesari hjá Viðskiptafræðideild. Hann er komin hingað til lands á Fulbright-styrk og kennir nemendum í reikningsskilum og endurskoðun námskeiðið Endurskoðun IV.

Dr. Kristofer Neslund er dósent í endurskoðun og starfar við Ashland University. Hann er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Bowling Green State University, með Juris Doctor gráðu frá Lewis & Clark College, MS-próf í skattarétti frá New York University og doktorsgráðu í viðskiptafræði frá Kent State University.

Á ferlinum hefur Neslund birt fjölda greina um skattamál og endurskoðun. Einnig hefur hann kennt við háskóla víða um heim, m.a. í Þýskalandi, á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu. Hann stýrði um tíma fjármálasviði stórs símafyrirtækis í Bandaríkjunum og var einn af eigendum lögfræðistofu með áherslu á skattarétt og ráðgjöf við frumkvöðla.

Á námskeiðinu sem hann kennir verður farið yfir hlutverk og sögu endurskoðunar sem greinar, svo sem þau skilyrði sem verða að vera til staðar svo hún þjóni sínum tilgangi, hver staða hennar er í dag, ábyrgðakerfið sem hún þjónar og margt fleira. Jafnframt mun hann fara yfir nýlega atburði og það sem er að gerast í dag sem skiptir máli fyrir greinina og starfsumhverfi hennar.

Viðskiptafræðideild býður Neslund velkominn til starfa.

Kristofer Neslund
Kristofer Neslund