Skip to main content
11. júní 2015

Doktorsstyrkir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum

Stjórn Rannsóknasjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til doktorsnema í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Heildarupphæð styrkja er 700 þúsund krónur.

Umsóknarfrestur er til 1. september 2015.

Rafræn umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði.

Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Styrkir verða veittir til rannsóknaverkefna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi, sem falla að markmiðum sjóðsins.

Hægt er að styrkja sjóðinn með ýmsu móti, t.d. vegna árgangsafmæla eða útskriftar. Einnig er hægt að senda minningarkort og tækifæriskort. Fjárhæðir má leggja inn á eftirfarandi bankareikning hjá Íslandsbanka, 0513-26-004057. Kennitala Styrktarsjóða HÍ er 571292-3199. 

Nánari upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir, verkefnisstjóri Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði, margbjo@hi.is 

Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur var stofnaður 29. júní 2007 af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur auk Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Landspítalans. Ingibjörg er fyrrverandi námsbrautarstjóri í hjúkrunarfræði Háskóla Íslands og fyrrverandi skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Hún hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi og var ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1973.

Umsóknareyðublað í Rannsóknasjóð Ingibjargar R. Magnúsdóttur

Stjórn Rannsóknasjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til doktorsnema í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum.  Umsóknarfrestur er til 1. september 2015.