Háskóli Íslands

Doktorsnemar frá Uppsalaháskóla í heimsókn

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands fékk doktorsnema í heimsókn frá Háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð 8. júní sl. 
  
Formaður doktorsnámsins í Viðskiptafræðideild ásamt doktorsnemendum tóku á móti sænsku nemendunum. Bæði íslensku og sænsku doktorsnemendurnir kynntu doktorsverkefnin sín og í framhaldi sköpuðust áhugaverðar, gagnlegar og oft heitar umræður um áherslur og aðferðafræði rannsókna.
 
Dagurinn tókst með eindæmum vel og nemendur kvöddu með bros á vör. 
Föstudagur, 9. júní 2017 - 13:55
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is