Skip to main content

Doktorsnemar frá Uppsalaháskóla í heimsókn

9. jún 2017

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands fékk doktorsnema í heimsókn frá Háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð 8. júní sl. 

Formaður doktorsnámsins í Viðskiptafræðideild ásamt doktorsnemendum tóku á móti sænsku nemendunum. Bæði íslensku og sænsku doktorsnemendurnir kynntu doktorsverkefnin sín og í framhaldi sköpuðust áhugaverðar, gagnlegar og oft heitar umræður um áherslur og aðferðafræði rannsókna.

Dagurinn tókst með eindæmum vel og nemendur kvöddu með bros á vör.