Skip to main content
23. nóvember 2015

Diplómanám í félagsráðgjöf með áherslu á fjölmenningu

Diplómanám í félagsráðgjöf með áherslu á fjölmenningu og margbreytileika hefur verið opnað að nýju. Umsjón með náminu hefur Dr. Guðbjörg Ottósdóttir. 

Á meðal skyldunámskeiða í náminu eru m.a.: Flóttafólk og hælisleitendur og Fjölmenningarleg félagsráðgjöf og á meðal valnámskeiða má finna námskeiðin Fjölmenning, Hnattvæðing og Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi

Diplómanám á sviði fjölmenningarfélagsráðgjafar er sjálfstætt nám að loknu starfsréttindanámi í félagsráðgjöf. Markmið námsleiðarinnar er að koma til móts við þarfir félagsráðgjafa fyrir sérhæfða þekkingu á málefnum flóttafólks og efla færni þeirra í starfi með flóttafólki og fólki af erlendum uppruna. Námskeiðin má meta til MA-náms í félagsráðgjöf.

Í náminu öðlast nemendur þekkingu á kenningum og vinnuaðferðum fjölmenningarfélagsráðgjafar í starfi með flóttafólki og fólki af erlendum uppruna. Nemendur öðlast einnig þekkingu á stöðu mismunandi hópa flóttafólks og grunnþekkingu á réttarstöðu þeirra ásamt innsýn í stefnu ríkis og sveitarfélaga um málefni flóttafólks. Námið er hlutanám og því má dreifa á 2-3 misseri. Skyldunámskeið eru kennd í lotum.

Nemendur skulu hafa lokið starfsréttindanámi í félagsráðgjöf og a.m.k. tveggja árastarfsreynslu á sviði félagsráðgjafar.
 

Diplómanám í félagsráðgjöf með áherslu á fjölmenningu og margbreytileika hefur verið opnað að nýju.
Diplómanám í félagsráðgjöf með áherslu á fjölmenningu og margbreytileika hefur verið opnað að nýju.