Skip to main content
15. mars 2016

Daniel Rees með erindi við Hagfræðideild

""

Daniel Rees, prófessor við Háskólann í Colorado í Denver, er væntanlegur til landsins og heldur opinn fyrirlestur á vegum Hagfræðideildar Háskóla Íslands miðvikudaginn 23. mars. Erindið ber heitið: Occupational Licensing and Health: Evidence from Early Midwifery Law. Starfsleyfi og heilsa: Rannsókn á lögum um fæðingarhjálp

"Það er alltaf auðgandi fyrir lítil fræðasamfélög eins og hið íslenska að fá virt vísindafólk í heimsókn," segir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, varadeildarforseti við Hagfræðideild. "Auk þess er efnið sem hann mun fjalla um bæði áhugavert og mikilvægt. Hann hefur áhuga á því hvort lögverndun starfsheita sé gagnleg eða skaðleg og mun fjalla um efnið út frá lögum um fæðingaþjónustu í þetta skiptið," segir Tinna Laufey.

Erindið ætti því að vera fróðlegt fyrir marga, hvort sem þeir hafa áhuga á starfsréttindum eða öðrum einkaleyfum, öryggi í heilbrigðisþjónustu, fæðingaþjónustu sérstaklega eða vinnumarkaði í heild sinni.  

Erindið er opið og allir eru velkomnir í Odda 101, 23. mars kl. 12-13
 

Daniel Rees prófessor við Háskólann í Colorado í Denver er væntanlegur til landsins og heldur opinn fyrirlestur á vegum Hagfræðideildar Háskóla Íslands, miðvikudaginn 23. mars.
Daniel Rees prófessor við Háskólann í Colorado í Denver er væntanlegur til landsins og heldur opinn fyrirlestur á vegum Hagfræðideildar Háskóla Íslands, miðvikudaginn 23. mars.