Skip to main content
23. október 2016

Bruni í VR-I - kennslu aflýst í húsinu á morgun

""

Bruni kom upp í VR-1, einni bygginga Háskóla Íslands, snemma í morgun. Í framhaldinu hefur Raunvísindadeild aflýst allri kennslu sem fram átti að fara í húsinu á morgun, mánudag. Fulltrúar deildarinnar munu þá meta stöðuna og senda út frekari tilkynningar.

Öryggisfyrirtæki Háskóla Íslands tilkynnti um brunann til starfsmanna Háskólans og slökkviliðs á fimmta tímanum í morgun. Slökkvilið var komið á staðinn örskömmu síðar og náði mjög fljótt tökum á eldinum sem var í rými á annarri hæð hússins. Í húsinu, sem var mannlaust þegar eldurinn kom upp, er m.a. kennsla í efnafræði. Eldfim og hættuleg efni eru í sérútbúnum efnageymslum í húsinu þar sem fylgt er mjög ströngum öryggiskröfum.

Klukkan sjö í morgun var slökkvistarfi lokið og búið að reykræsta en byggingin er vöktuð til að fylgjast með því hvort eldur kunni að koma upp að nýju.

Fulltrúar tryggingafélags hafa komið á staðinn til að leggja mat á tjón vegna brunans.

Lögregla hefur lokað aðgangi að svæði þar sem eldurinn kom upp vegna rannsóknar á upptökum eldsins. Kennslu sem fram átti að fara í húsinu á morgun hefur verið aflýst.

VR I
VR I