Skip to main content
11. nóvember 2016

Botninn sleginn í skemmtilega Alþjóðaviku

Alþjóðaviku Háskóla Íslands lýkur í kvöld með glæsilegu lokahófi í Stúdentakjallaranum þar sem Balkanbandið RaKi og DJ Berndsen halda uppi stuðinu.  Balkanbandið RaKi hóf göngu sína í FÍH haustið 2013 og býður upp á dillandi balkanmúsík þar sem harmonikka, klarinett og þverflauta leggja línurnar yfir trommu, bassa og gítargrunn. DJ Berndsen er einn vinsælasti plötusnúður landsins.

Í vikunni hefur verið boðið upp á fjölbreytta viðburði s.s. kynningar á skiptinámi og starfsnámi, nám erlendis á eigin vegum, barsvar og bíósýningu.  Alþjóðlegar uppákomur í hádeginu alla daga settu svip sinn á Háskólatorg þessa viku. Metfjöldi nemenda mætti svo á Alþjóðadaginn sem fram fór á Háskólatorgi í gær. Þar voru fulltrúar sendiráða og ýmissa íslenskra stofnana saman komin og buðu upp á spjall og alþjóðlegt matar- og drykkjarsmakk. Þá steig hópur frá Salsa Iceland dans og hljómsveitin Belleville skapaði  franska stemningu.

Mikil þátttaka var í happdrættinu meðal stúdenta enda veglegir vinningar í boði. Guðlaug Erlendsdóttir nemi á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og Eva Hrund Hlynsdóttir nemi á Heilbrigðisvísindasviði hlutu flugmiða til Evrópu með Icelandair. Hulda Rún Finnbogadóttir nemi á Hugvísindasviði vann gjafabréf í Bóksölu stúdenta og Vigdís Hafliðadóttir og Guðrún Harðardóttir nemar á Hugvísindasviði hlutu hamborgara og bjór í Stúdentakjallaranum.

Fjölbreytt Alþjóðavika að baki
Í hádeginu var boðið upp á alþjóðlegar uppákomur
Andres Ramon lék Suður Ameríska tónlist
Amman mætti með barnabörnin fjögur sem sýndu Tinikling - Bamboo dans
Sextán sendiráð og ræðisskrifstofur tóku þátt í Alþjóðadeginum auk fjölda íslenskra stofnana og félaga
Nemendur áttu kost á að vinna flugmiða með Icelandair
Belleville setti alþjóðlegan blæ á daginn
Salsa Iceland steig dans
Indverska sendiráðið mætti með alls konar kræsingar
Margir lögðu leið sína á Háskólatorg
Tangórínurnar Margrét Arnars og Sigrún Harðar
Fjölbreytt Alþjóðavika að baki
Í hádeginu var boðið upp á alþjóðlegar uppákomur
Andres Ramon lék Suður Ameríska tónlist
Amman mætti með barnabörnin fjögur sem sýndu Tinikling - Bamboo dans
Sextán sendiráð og ræðisskrifstofur tóku þátt í Alþjóðadeginum auk fjölda íslenskra stofnana og félaga
Nemendur áttu kost á að vinna flugmiða með Icelandair
Belleville setti alþjóðlegan blæ á daginn
Salsa Iceland steig dans
Indverska sendiráðið mætti með alls konar kræsingar
Margir lögðu leið sína á Háskólatorg
Tangórínurnar Margrét Arnars og Sigrún Harðar