Skip to main content
16. janúar 2015

Blaða- og fréttamennska flyst í Stjórnmálafræðideild

""

Um nýliðin áramót var  meistaranám í blaða- og fréttamennsku flutt úr Félags- og mannvísindadeild í Stjórnmálafræðideild. Jafnframt voru fræðilegu námskeið námsins endurskoðuð svo og starfsþjálfunarhlutinn.

Í námsnefnd sitja þau Valgerður A. Jóhannsdóttir aðjunkt sem stýrir náminu, Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt í stjórnmálafræði, og Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus við Félags- og mannvísindadeild. Mikill áhugi er meðal kennara í Stjórnmálafræðideild að leggja þessu mikilvæga námi lið, en þar er jafnframt í undirbúningi meistara- og diplómanám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum í samstarfi við Félags og mannvísindadeild Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Mikil samlegð er milli þessara námsleiða og verður fjölmiðla- og boðskiptafræðin kynnt nánar á næstu dögum.

""
Um nýliðin áramót var  meistaranám í blaða- og fréttamennsku flutt úr Félags- og mannvísindadeild í Stjórnmálafræðideild HÍ.