Skip to main content
6. október 2016

Birtar greinar og styrkur úr rannsóknasjóði

Á dögunum hlaut Lára Jóhannsdóttir lektor styrk úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs að upphæð 1.500.000 kr.

Styrkinn hlaut hún til að vinna að rannsóknarverkefninu Ábyrgar fjárfestingar íslenskra fjármálafyrirtækja. Þessum styrkjum er ætla að auka samkeppnishæfni Íslands með því að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast íslensku menntakerfi og atvinnulífi.

Í verkefni Láru verður leitast við að skilgreina hvað ábyrgar fjárfestingar eru, hvernig þær tengjast góðum stjórnarháttum, hverjir séu hvatar sem liggja til grundvallar ábyrgum fjárfestingum, hverjar séu helstu hindranir fyrir því að fjárfesta á ábyrgan máta, hver sé helsti ávinningurinn af ábyrgum fjárfestingum og hver staða ábyrgra fjárfestinga sé hér á landi.

Nýlegar birtingar deildarfólks

Þóra Christiansen og Erla S. Kristjánsdóttir birtu nýlega greinina „Veggurinn er alltaf til staðar: Upplifun háskólamenntaðra innflytjenda af samskiptum og samningsstöðu gagnvart vinnuveitendum“, í tímaritinu Íslenska þjóðfélagið.

Greinina má nálgast á þessum hlekk: Íslenska þjóðfélagið.

Þá birti Margrét Sigrún Sigurðardóttir í samstarfi við Thaman Melanie Heijstra greinina „Geturðu ekki bara sagt mér hvernig þetta á að vera? Upplifun kennara af ólíkum viðhorfum nemenda til náms“, í Tímarit um uppeldi og menntun.

Greinina má nálgast þessum hlekk: Tímarit um uppeldi og menntun.

Ingi Rúnar Eðvarðsson deildarforseti birti grein í samstarfi við Tan Yigitcanlar og Surabhi Pancholi greinina „Knowledge city research and practice under the microscope: a review of empirical findings“ í tímaritinu Knowledge Management Research and Practise.

Greinina má nálgast á þessum hlekk: Knowledge Management Research and Practise.

Kári Kristinsson ásamt Marina Candi og Rögnvaldi J. Sæmundssyni birti greinina „The Relationship between Founder Team Diversity and Innovation Performance: The Moderating Role of Causation Logic“, í tímaritinu Long Range Planning.

Greinina má nálgast hér: Long Range Planning.

Í sama tímariti birt Kári einnig grein í samstarfi við Hauk Frey Gylfason og Frey Halldórsson. Greinin er titluð „Personality in Gneezy´s cheap talk game: The interaction bet.ween Honesty-Humility and Extraversion in predicting deceptive behavior“.

Greinina má nálgast á þessum hlekk: Long Range Planning.

Lára Jóhannesdóttir tekur við styrk. Mynd frá Facebooksíðu Viðskiptaráðs.
Lára Jóhannesdóttir tekur við styrk. Mynd frá Facebooksíðu Viðskiptaráðs.