Skip to main content
5. nóvember 2015

Atvinnulífsmálstofur hjá Viðskiptafræðideild

Þriðjudaginn 10. nóvember munu hefja göngu sína málstofur þar sem einstaklingar úr atvinnulífinu koma og flytja erindi á vegum Viðskiptafræðideildar. Um er að ræða nýjung hjá deildinni og markmiðið að efla tengsl deildarinnar enn frekar við atvinnulífið.

Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor, ríður á vaðið og mun m.a. fjalla um:

  • Þróun menntunar í heiminum - tækifæri í EdTech (Education & Technology)
  • Að byggja upp fyrirtæki í alþjóðageiranum á Íslandi
  • Vöxtur - Go to market stragety
  • Að leiða fyrirtæki í örum vexti - áskoranir og lærdómur
  • Stefnumótun og framtíðarsýn - fræðin í praktík  

Málstofan er opin öllum og við hvetjum áhugasama að mæta.

Fundurinn fer fram í stofu HT-101 frá kl.12:00-13:00, þriðjudaginn 10.nóvember.

Vilborg Einarsdóttir verður með erindi á málstofunni
Vilborg Einarsdóttir verður með erindi á málstofunni