Skip to main content
26. maí 2017

Áttundi árgangur Milli mála

""

Milli mála, tímarit um erlend tungumál og menningu, er komið út og er þetta áttundi árgangur tímaritsins. Í þessu hefti eru tíu greinar skrifaðar á íslensku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku. Níu greinanna eru ritrýndar en ein flokkast fremur sem fræðileg ritgerð eða hugleiðing („esseyja“). Loks eru í heftinu þrjár þýðingar.

Ritstjórar Milli mála eru Gísli Magnússon, lektor í dönskum bókmenntum, og Þórhallur Eyþórsson, prófessor í enskum málvísindum.

Milli mála er gefið út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Í tímaritinu eru birtar ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála, bókmennta, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði en einnig birtir tímaritið þýðingar, viðtöl, ritdómar eða bókakynningar eftir því sem rúm leyfir hverju sinni.

Hér má nálgast tímaritið í rafrænni útgáfu.

Kápa tímaritsins Milli mála