Skip to main content
4. ágúst 2015

Ástráður lætur af starfi sviðsforseta um áramót

Ástráður Eysteinsson hefur ákveðið að láta af starfi forseta Hugvísindasviðs um næstu áramót. Hann var endurráðinn 2013 til fimm ára og því mun hann gegna starfinu út hálft seinna tímabilið. Ástráður segist hafa fundið fyrir sívaxandi þörf fyrir að geta varið meiri tíma í rannsóknastörf og þýðingar, auk þess sem hann sakni kennslunnar. Hann mun því snúa aftur til starfa í sinni grein og námsbraut eftir sjö og hálft ár sem sviðsforseti. Starf sviðsforseta hefur því verið auglýst til umsóknar til 10. september.

Forseti Hugvísindasviðs er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga. Ráðið verður í starfið til fimm ára, áætlað er að ráða í starfið frá 1. janúar 2016. Heimilt er að framlengja ráðningartímann um allt að fimm ár til viðbótar án auglýsingar og í samræmi við reglur sem háskólaráð setur. Forseti fræðasviðs er ráðinn af rektor að fenginni umsögn sérstakrar nefndar um ráðninguna.

Sjá auglýsingu á starfatorgi.

Ástráður Eysteinsson við brautskráningu árið 2014
Ástráður Eysteinsson við brautskráningu árið 2014