Skip to main content
11. júlí 2016

Alþjóðlegar vinnubúðir um einsögu

""

Miðstöð einsögurannsókna við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands efndi til alþjóðlegra vinnubúða (workshop) um einsögu dagana 28. og 29. júní. Fræðimenn frá Bandaríkjunum, Kanada, Ungverjalandi, Póllandi, Noregi, Rússlandi og Íslandi hittust og skiptust á skoðunum og þar á meðal var hópur doktorsnemenda frá þessum löndum.

Þeir sem stóðu að vinnubúðunum voru Sigurður Gylfi Magnússon og Davíð Ólafsson sem báðir vinna á Hugvísindasviði en nokkur fjöldi íslenskra doktorsnema tók þátt í atburðinum. Vinnubúðirnar voru hluti af rannsóknarverkefni sem staðið hefur yfir í nokkur ár og fjallar um mótun alþjóðlegs náms um einsögu á MA-stigi. Verkefnið hefur verið styrkt af Tempus Public Foundation í Ungverjalandi.

Þátttakendur í alþjóðlegu vinnubúðunum um einsögu.
Þátttakendur í alþjóðlegu vinnubúðunum um einsögu.