Skip to main content
26. júní 2015

Alþjóðleg ráðstefna um sortuæxli í Hörpu

Alþjóðleg ráðstefna um sortuæxli stendur nú yfir í Hörpu en hún hófst miðvikudaginn 24. júní síðastliðinn og lýkur í dag. Um 120 vísindamenn frá sautján löndum sækja ráðstefnuna, þar á meðal margir af helstu sérfræðingum heims í sjúkdómnum.

Dagskrá ráðstefnunnar er afar metnaðarfull og nær frá grunnrannsóknum í frumu- og dýramódelum og erfðafræði sortuæxla yfir í eðli og meðferð sjúkdómsins. Áður en ráðstefnan hófst fór fram sumarskóli um sortuæxli fyrir 26 doktorsnema frá tólf löndum en námskeiðið var styrkt af franska sendiráðinu.

Helsti skipuleggjandi ráðstefnunnar hérlendis er Eiríkur Steingrímsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs HÍ. Ráðstefnan var unnið í samstarfi við Institute Curie stofnunina í Frakklandi.

Eiríkur Steingrímsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Lífvísindaseturs HÍ hefur lengi rannsakað sortuæxli. Síðustu mánuði hefur hann unnið að skipulagningu ráðstefnunnar í samstarfi við Institute Curie í Frakklandi.