Skip to main content
22. júní 2016

Alþjóðleg ráðstefna um norræna verkalýðssögu

""

Alþjóðleg ráðstefna um norræna verkalýðssögu verður haldin við Háskóla Íslands dagana 28. til 30. nóvember næstkomandi. Þátttakendur flytja erindi þar sem fjallað verður um sögu verkalýðs í víðum skilningi, s.s. atvinnusögu, sögu verkafólks og sögu verkalýðshreyfinga. Á þessari fjórtándu ráðstefnu um norræna verkalýðssögu verður áherslan alþjóðlegri en áður þar sem þátttakendur nálgast efnið ekki aðeins út frá norrænu samhengi heldur einnig í alþjóðlegu samhengi.

Málstofur ráðstefnunnar fjalla um:

  • verkföll og átök
  • uppþot og uppreisnir
  • miðaldaverkalýð, hefðbundna og óhefðbundna vinnu sem og ófrjálst vinnuafl, t.d. í hernum, í kynlífsiðnaðinum og inni á heimilum
  • sveigjanlega og brigðula atvinnu
  • fólksflutninga og farandverkafólk
  • bókmenntir og verkalýð
  • velferðarríkið og sögu norræna módelsins
  • sagnaritun, menningu, neyslu og frítíma verkalýðsins

Ráðstefnugjöld eru 17.000 kr. fyrir þá sem skrá sig fyrir 1. júlí en 23.000 kr. fyrir þá sem skrá sig síðar. Meistaranemar geta sótt um undanþágu frá greiðslu ráðstefnugjalda.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, skráningu og greiðslu ráðstefnugjalda má finna á heimasíðu ráðstefnunnar.

Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og rannsóknasetrið EDDA  við Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsar rannsóknastofnanir á öðrum Norðurlöndum: Arbetarrörelsens arkiv och bibliotek, Stokkhólmi; Arbejdermuseet & arbejderbevægelsens bibliotek og Arkiv, Kaupmannahöfn; Arbeiderbevegelsens arkiv og bibliotek, Osló; Centrum för arbetarhistoria, Landskrona; Työväen arkisto, Helsinki; Työväenliikkeen Kirjasto, Helsinki; Työväen historian ja perinteen tutkimuksen seura, Helsinki.

Ráðstefnan er styrkt af Hátíðarsjóði sænska seðlabankans Riksbanken Jubileumsfond.                    

""
""