Skip to main content
19. ágúst 2016

Aldrei fleiri erindi á Menntakviku

Undirbúningur fyrir Menntakviku, árlega ráðstefnu Menntavísindasviðs, stendur nú sem hæst en hún verður haldin föstudaginn 7. október við Háskóla Íslands. Þetta er í tuttugasta sinn sem ráðstefnan fer fram en henni er ætlað að kynna og miðla því sem er efst á baugi í menntavísindum og á tengdum sviðum hverju sinni.

Hátt í 250 erindi bárust að þessu sinni og er það metþátttaka. Skipulag ráðstefnunnar verður með svipuðu sniði og áður en sérstök áhersla verður lögð á heildstæðar málstofur frá rannsóknarstofum eða -hópum. Þátttakendur koma frá öllum deildum og námsbrautum Menntavísindasviðs ásamt fólki frá öðrum vettvangi. Má þar nefna önnur fræðasvið Háskóla Íslands, skólafólk frá öllum skólastigum auk starfsmanna samstarfsstofnana. Undirbúningur og framkvæmd Menntakviku er í höndum Menntavísindastofnunar.

Menntakvika