Skip to main content
26. janúar 2017

Á leið til Japan á leiðtoganámskeið

Sóley Eiríksdóttir, nemi í verkefnastjórnun, og Heiður Þórisdóttir, nemi í umhverfis- og byggingarverkfræði, hlutu styrki til þátttöku í leiðtoganámskeiði við Iwate-háskóla í Japan. Á námskeiðinu sem fram fer dagana 16.-23. febrúar verður fjallað um viðbragðsáætlanir fyrir náttúruhamfarir og sjálfbært þjóðfélag.

Þátttakendur munu m.a. fræðast um jarðskjálfta og flóðbylgjuna í Austur-Japan árið 2011 og hvernig yfirvöld undirbjuggu sig og brugðust við hamförunum. Alls taka 36 nemendur þátt í námskeiðinu, tólf japanskir nemendur, tólf erlendir nemendur sem stunda nám við Iwate-háskóla og tólf nemendur frá samstarfsskólum skólans.

Skrifstofa alþjóðasamskipta hafði milligöngu um þátttöku nemanna á námskeiðinu sem er í boði Iwate-háskóla.

Heiður Þórisdóttir og Sóley Eiríksdóttir halda til Japan
Heiður Þórisdóttir og Sóley Eiríksdóttir halda til Japan