Skip to main content
17. júlí 2015

Á fjórða tug fékk framgang í starfi

Þrjátíu og tveir akademískir starfsmenn við Háskóla Íslands fengu nýverið framgang í starfi. Hópurinn kemur af öllum fimm fræðasviðum skólans og gekkst undir ítarlegt faglegt mat á vegum dóm- og framgangsnefnda fræðasviðanna og forseta þeirra áður en framgangur var veittur.

Árlega er auglýst eftir umsóknum um framgang og er hann jafnan veittur einu sinni á ári, þ.e. í lok skólaárs. Sérstök framgangsnefnd leggur mat á umsóknirnar en hún leitar álits hjá áðurnefndum dóm- og framgangsnefndum sviðanna. Í framhaldinu ákveður rektor á grundvelli fyrirliggjandi dómnefndarálita og afgreiðslu framgangsnefndar hverjum skuli veita framgang.

Að þessu sinni fengu eftirfarandi starfsmenn framgang:

Félagsvísindasvið

  • Hafsteinn Þór Hauksson í starf dósents við Lagadeild
  • Halldór Sig. Guðmundsson í starf dósents við Félagsráðgjafadeild
  • Hrefna Friðriksdóttir í starf prófessors við Lagadeild
  • Ingólfur V. Gíslason í starf dósents við Félags- og mannvísindadeild
  • Kári Kristinsson í starf dósents við Viðskiptafræðideild
  • Kristín Benediktsdóttir í starf dósents við Lagadeild
  • Kristjana Stella Blöndal í starf dósents við Félags- og mannvísindadeild
  • Maximilian Conrad í starf dósents við Stjórnmálafræðideild
  • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir í starf dósents við Stjórnmálafræðideild
  • Sigurjón Baldur Hafsteinsson í starf prófessors við Félags- og mannvísindadeild
  • Stefán Hrafn Jónsson í starf prófessors við Félags- og mannvísindadeild
  • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir í starf prófessors við Hagfræðideild
  • Trausti Fannar Valsson í starf dósents við Lagadeild

Heilbrigðisvísindasvið

  • Árni Kristjánsson í starf prófessors við Sálfræðideild
  • Hjalti Már Þórisson í starf dósents við Læknadeild
  • Kristín Briem í starf prófessors við Læknadeild
  • Ragnar Pétur Ólafsson í starf dósents við Sálfræðideild
  • Reynir Arngrímsson í starf prófessors við Læknadeild
  • Steinunn Gestsdóttir í starf prófessors við Sálfræðideild
  • Thor Aspelund í starf  prófessors við Læknadeild
  • Þorvarður Jón Löve í starf dósents við Læknadeild

Hugvísindasvið

  • Benedikt Hjartarson í starf prófessors  við Íslensku- og menningardeild
  • Ingibjörg Ágústsdóttir í starf dósents við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda
  • Jóhannes Gísli Jónsson í starf prófessors við Íslensku- og menningardeild
  • Ragnheiður Kristjánsdóttir í starf dósents við Sagnfræði- og heimspekideild
  • Rúnar M. Þorsteinsson í starf prófessors við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild

Menntavísindasvið

  • Kristín Björnsdóttir í starf dósents við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild
  • Ólafur Páll Jónsson í starf prófessors við Uppeldis- og menntunarfræðideild
  • Svanborg Rannveig Jónsdóttir í starf dósents við Kennaradeild

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

  • Marianne Helene Rasmussen í starf fræðimanns við Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands
  • Páll Melsted í starf dósents við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild
  • Unnar Arnalds í starf fræðimanns við Raunvísindastofnun Háskólans

Háskóli Íslands færir þessu fólki öllu hamingjuóskir með framganginn.