Skip to main content
29. nóvember 2016

75 ár frá því að nám hófst í viðskipta- og hagfræði

""

Á dögunum var haldið afmælishóf í tilefni þess að 75 ár eru nú liðin frá því að nám í viðskipta- og hagfræði hófst við Háskóla Íslands

Meðal dagskráliða var fyrsta afhending styrkja úr Ingjaldssjóði.  Sjóðurinn var stofnaður til minningar um dr. Ingjald Hannibalsson, prófessor og fyrrverandi deildarforseta Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Þrír nemendur í framhaldsnámi erlendis hlutu styrki samtals að fjárhæð 1,8 milljóna króna.

Þá flutti Sveinn Agnarsson dósent erindi Vilhjálms Bjarnasonar, alþingismanns og lektors, um sögulega þróun viðskipta- og hagfræðináms á Íslandi.

Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari og Kristín Anna Guðmundsdóttir söngkona fluttu lög eftir Gylfa Þ. Gíslason.

Kynnir var Erla Sólveig Kristjánsdóttir, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Í dag bjóða báðar þessar deildir upp á grunnnám á háskólastigi ásamt meistaranámi og doktorsnámi. Deildirnar fagna þessum tímamótum og vonast til þess að geta áfram þjónað íslensku atvinnulífi um ókomin ár.

""
""
""
""
""
""
""
""
""
""
""
""