Háskóli Íslands

Um Félagsvísindasvið

Félagsvísindasvið er stærsta fræðasvið Háskóla Íslands og býður upp á fjölda námsleiða í sex deildum: Félags- og mannvísindadeild, Félagsráðgjafardeild, Hagfræðideild, Lagadeild, Stjórnmálafræðideild og Viðskiptafræðideild. Námið er fjölbreytt og mikill sveigjanleiki gefur nemendum kost á að taka aðal- og aukagrein eða sérhæfa sig innan þeirrar greinar sem þeir kjósa að innrita sig í.

Fjölbreytt störf að loknu námi

Nemendum í þeim greinum sem kenndar eru við sviðið fjölgar stöðugt, enda eykst eftirspurnin eftir fólki með menntun í félagsvísindum sífellt. Nám í félagsvísindum undirbýr stúdenta undir afar fjölbreytt störf, t.d. í fjölmiðlum, í opinbera geiranum, í alþjóðasamskiptum, bönkum og fjármálafyrirtækjum, lögfræðistofum og ráðgjafarfyrirtækjum, svo fátt eitt sé nefnt.

Miklar kröfur til nemenda og kennara

Kennarar við félagsvísindasvið eru færustu fræðimenn í sínu fagi og miklar kröfur eru gerðar til kennara og nemenda. Fjallað er um viðfangsefni félagsvísindanna á frjóan og gagnrýninn hátt og krafist er virkrar þátttöku nemenda. Margir nemendur af félagsvísindasviði hafa lokið framhaldsnámi við framúrskarandi skóla erlendis og það hefur sýnt sig að grunnnám við Háskóla Íslands er frábær undirbúningur undir framhaldsnám úti um allan heim.

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is