Háskóli Íslands

Þjónustuborð í Gimli

Þjónustuborð í Gimli

Opið: Mánudag til föstudags kl 08.00 til 16.00 

Sími: 525-5870 og 525-4541

Netfang: gimli.info@hi.is

Opnunartími bygginga

 

Starfsfólk þjónustuborðs:

Esther J. Steinsson, verkefnisstjóri s: 525-5870

Anna Guðfinna Stefánsdóttir, verkefnisstjóri s:525-4541

 

 Spurt og svarað. Algengar fyrirspurnir

 

Fyrir nemendur: 

Forsíður

Leiga á diktafónum

 • Útleiga á diktafónum er eingöngu til nemenda á Félagsvísindasviði. Vinsamlegast sækið um á þjónustuborði í Gimli. 

Leiga á skápum

 • Leigu á skáp er fyrir alla nemendur í HÍ. Vinsamlegast sækið um á þjónustuborði í Gimli. Í boði eru skápar í Gimli, á Háskólatorgi og í Tröð (á milli Háskólatorgs og Gimlis).

Hagnýt atriði um skil og afhendingu verkefna

 • Athugið vel hvar þið eigið að skila verkefninu því ekki eru allir kennarar við Háskóla Íslands með verkefnaskil á þjónustuborðinu í Gimli
 • Öll verkefni sem sett eru í skilabakka eru stimpluð með dagsetningu þess dags sem verkefnið berst. Verkefni sem skilað er í verkefnalúgu eftir lokun þjónustuborðs fá stimpil eins og þau hafi borist fyrir lokun, nema að skil hafi verið fyrir lokun þjónustuborðs 
 • Hægt er að skila verkefnum í verkefnalúgu þjónustuborðsins allan sólarhringinn
 • Þegar kennari hefur sent út tilkynningu um að verkefnin séu komin á þjónustuborðið þá er hægt að vitja þeirra. Athugið að ef skráð er að kennari MUNI skil ákveðinn dag er best að vitja verkefnis daginn eftir 

Önnur hagnýt atriði

 • Prentun er einungis í tölvuverum, í Gimli, Háskólatorgi, Odda og Árnagarði 
 • Nemendur skila læknisvottorði vegna fjarvistar í skyndiprófi eða verkefnum til kennara eða deilda. Nemendur skila læknisvottorðum vegna lokaprófa á þjónustuborðið á Háskólatorgi
 • Hægt er að skanna í tölvuveri á Háskólatorgi og ljósrita í Þjóðarbókhlöðu eða Háskólaprenti
 • Reglur um skil á lokaritgerðum eru á vef deilda
 • Óskilamuni er hægt að nálgast á þjónustuborðum bygginga eða hjá umsjónarmönnum

 

Verkefnalúgan við þjónustuborð í Gimli

Verkefnalúgan við þjónustuborð í Gimli

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is