Háskóli Íslands

Þjónusta

Skrifstofa Félagsvísindasviðs

Á Félagsvísindasviði er skrifstofa  undir stjórn forseta sviðsins. Á skrifstofunni starfar, auk forseta, rekstrarstjóri, fjármálastjóri, markaðs- og samskiptastjóri, kennslustjóri, verkefnisstjóri og skjalavörður.  Á skrifstofunni er veitt öll almenn þjónusta við nemendur og kennara og starfsfólk skrifstofunnar sér einnig um margvísleg verkefni fyrir hönd sviðsins, s.s. kennslumál, markaðs- og kynningarmál, umsjón með upplýsingatæknimálum, starfsmannamál o.fl.

Þjónustuborð Félagsvísindasviðs:

Í Gimli er upplýsinga- og þjónustuborð Félagsvísindasviðs. Þar fá nemendur svör við almennum fyrirspurnum sem varða nám við sviðið. Jafnframt fer þar fram öll umsýsla verkefna, skil til kennara og afhending til nemenda. Auk þess eru pósthólf kennara og annarra starfsmanna staðsett þar.

Afgreiðslutími upplýsinga- og þjónustuborðs í Gimli er eftirfarandi:

Mán - fös: 08:00-16:00
 

Hægt er að skila verkefnum og pósti til kennara allan sólarhringinn í þar til gerða póstlúgu merkta: Verkefni. Lúgan er staðsett á veggnum undir auglýsingaskjánum.

Netfang: gimli.info@hi.is

Símanúmer: 525 5870

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is