Háskóli Íslands

Um Félagsráðgjafardeild

Félagsráðgjafardeild er ein sex deilda á Félagsvísindasviði. Nemendur deildarinnar eru um 450 talsins, þar af um fjórðungur í framhaldsnámi.

Við deildina starfar 21 fastráðinn kennari: 1 prófessor, 4 dósentar, 8 lektorar og 10 aðjúnktar. Auk þess starfa við deildina fjölmargir stunda - og starfsþjálfunarkennarar.

Á skrifstofu deildarinnar eru tveir starfsmenn, deildarstjóri og verkefnisstjóri.

Deildarforseti er dr. Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent (sighsig@hi.is) og varadeildarforseti dr. Steinunn Hrafnsdóttir, dósent (steinhra@hi.is). 

Við deildina eru reknar tvær rannsóknarstofnanir

Auk þess er deildin aðili að Félagsvísindastofnun.

Nemendafélag grunnnema og framhaldsnema í Félagsráðgjafardeild er Mentor

Félagið stendur fyrir ýmsum uppákomum fyrir nemendur og sinnir hagsmunagæslu fyrir þá. Meðal annars sitja fulltrúar nemenda í deildarráði og á deildarfundum.

Félagsráðgjafardeild og stofnanir tengdar henni kappkosta að veita nemendum sem besta þjónustu.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is