Háskóli Íslands

Rannsóknir

Kennarar deildarinnar stunda rannsóknir á fjölbreyttum sviðum og í nánu samstarfi við vettvang. Áhersla er lögð á rannsóknir á íslensku samfélagi með alþjóðlegri skírskotun.

Ólík rannsóknarsvið kennara endurspegla fjölbreytileika greinarinnar en meðal þeirra má nefna:

 • Barnavernd
 • Fagþróun í félagsráðgjöf
 • Fjölskyldu- og félagsmálastefna
 • Fæðingarorlof og umönnun barna
 • Málefni barna og fjölskyldna, m.a. fjölskyldutengsl, skilnaðir, fátækt barna
 • Hagir aldraðra og öldrunarmál
 • Handleiðsla
 • Ofbeldi
 • Notendasamráð
 • Langtímaatvinnuleysi og endurhæfing
 • Sjálfboðaliðar og frjáls félagasamtök
 • Stjórnun og skipulag félags- og heilbrigðisþjónustu

Til að bæta aðgengi að fræðimönnum sviðsins er hægt að leita eftir fræðimönnum eftir rannsóknarsviðum:

Félagsráðgjafardeild er aðili að Ís-Forsa, sem er félag um rannsóknir á sviði félagsráðgjafar.

Campbell Collaboration á Norðurlöndum, NC2 er miðstöð um gæðamat á rannsóknum í félagsráðgjöf, félagslegum úrræðum og stefnumörkun. Fulltrúi Íslands er Sigríður Jónsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Rannsóknastofnanir sem Félagsráðgjafardeild er aðili að:

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is