Háskóli Íslands

Inntökuskilyrði í MA-nám

MA nám í félagsráðgjöf til starfsréttinda ( 120e)

Umsækjendur um MA nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 1. Hafa lokið BA námi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands með fyrstu einkunn (7,25).
 2. Námið felur í sér starfsnám þar sem m.a. er unnið með börnum og er af þeim sökum gerð krafa um að umsækjendur leggi fram sakavottorð sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 90/2008, um leikskóla, 3. mgr. 11. gr. laga nr. 91/2008, um grunnskóla, 4. mgr. 8. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldskóla, 3. mgr. 10. gr. æskulýðslaga, nr. 70/2007 og 36. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
 3. Geta gert grein fyrir hæfni sinni til náms. Við mat á hæfni skal byggja á eftirtöldum viðmiðum:
  a. Persónulegri greinagerð um forsendur og áhugasvið (leiðbeiningar til umsækjenda v. greinargerðar)
  b. Starfsreynslu,
staðfest af vinnuveitenda
  c. Umsögn frá yfirmanni á stofnun á sviði félags - og heilbrigðisþjónustu ef við á
  d. Einkunnum í öðru háskólanámi
  e. Annarri starfsmenntun
  f. Persónulegum viðtölum þegar þurfa þykir að mati inntökunefndar.

Með umsókn skal einnig fylgja yfirlit yfir náms- og starfsferil.

Fjöldi nýrra nemenda í MA nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf takmarkaðist við töluna 30 háskólaárið 2014-2015. Allir nemendur skulu uppfylla inntökuskilyrði sbr. 1.-3. tölulið að mati inntökunefndar. Við val á nemendum skal byggja á sjónarmiðum sem fram koma í 1. og 3. tölulið.

Inntökunefnd fjallar um umsóknir nemenda og annast val þeirra skv. reglum þessum. Telji inntökunefnd að umsækjandi uppfylli ekki inntökuskilyrðin sbr. 1.-3. tölulið hafnar hún umsókn.

Samkvæmt ákvörðun deildarfundar Félagsráðgjafardeildar þann 15. október 2009 skal BA námi lokið áður en MA nám til starfsréttinda hefst

 

MA nám í félagsráðgjöf (120e rannsóknanám)

Að jafnaði BA próf í félagsráðgjöf og er að jafnaði krafist fyrstu einkunnar (7,25).

Með umsókn skal fylgja:

 • Staðfest afrit prófskírteina sé námi lokið utan HÍ
 • Yfirlit yfir náms- og starfsferil
 • Greinargerð um forsendur og áhugasvið
 • Drög að rannsóknaráætlun ásamt ósk um leiðbeinanda. Upplýsingar um gerð rannsóknaráætlunar má finna á bls. 15 í Handbók MA nema.

 

MA nám í öldrunarfræðum (120e rannsóknanám)

BA eða BS nám á félags- eða heilbrigðisvísindasviði eða sambærileg menntun. Að jafnaði er krafist fyrstu einkunnar (7,25). 

Með umsókn skal fylgja:

 • Staðfest afrit prófskírteina sé námi lokið utan HÍ
 • Yfirlit yfir náms- og starfsferil
 • Greinargerð um forsendur og áhugasvið
 • Drög að rannsóknaráætlun ásamt ósk um leiðbeinanda. Upplýsingar um gerð rannsóknaráætlunar má finna á bls. 15 í Handbók MA nema.

 

Norrænt MA nám í öldrunarfræðum (NordMaG) (120e rannsóknanám)

BA eða BS nám á félags- eða heilbrigðisvísindasviði eða sambærileg menntun. Að jafnaði er krafist fyrstu einkunnar (7,25). 

Með umsókn skal fylgja:

 • Staðfest afrit prófskírteina sé námi lokið utan HÍ
 • Yfirlit yfir náms- og starfsferil
 • Greinargerð um forsendur og áhugasvið
 • Drög að rannsóknaráætlun ásamt ósk um leiðbeinanda. Upplýsingar um gerð rannsóknaráætlunar má finna á bls. 15 í Handbók MA nema.

 

MA nám í fjölskyldumeðferð (120e)

BA eða BS nám á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda eða sambærilegt nám sem lokið er með fyrstu einkunn (7,25). Tveggja til þriggja ára starfsreynsla á sviðinu. Handleiðsla og/eða eigin meðferð. Starf á sviðinu meðan á námi stendur.

Með umsókn skal fylgja

 • Staðfest afrit prófskírteina sé námi lokið utan Hí
 • Yfirlit yfir náms- og starfsferil
 • Greinargerð um forsendur og áhugasvið
 • Drög að rannsóknaráætlun. Upplýsingar um gerð rannsóknaráætlunar má finna á bls. 15 í Handbók MA nema.
 • Samþykki yfirmanns og/eða stofnunar til að stunda námið samhliða starfi og nota efnivið úr starfinu.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is