Háskóli Íslands

Diplómanám í áfengis- og vímuefnamálum

Námið er byggt upp þannig að hægt er að stunda það með starfi óháð búsetu. Diplómanámið er sjálfstætt 30 eininga nám en fengist einnig metið sem val hjá þeim sem myndu síðar sækja um inngöngu í meistaranám í félagsráðgjöf.

Áfengis-og vímuefnamál verða sífellt umfangsmeiri í samfélaginu og eru framtíðarhorfur á að þau haldi áfram að aukast. Neysla áfengis og annarra vímuefna hefur í auknum mæli víðtæk áhrif á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild sem krefst aukinnar þekkingar alls fagfólks í velferðarþjónustu. Þörf er fyrir sérhæft starfsfólk á sviði áfengis og vímuefnamála sem getur með þekkingu sinni haft áhrif á stefnumörkun og stjórnun innan málaflokksins.

Námið er ætlað fagfólki úr ýmsum greinum sem starfa að áfengis og vímuefnamálum, s.s. félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum, læknum, kennurum, náms og starfsráðgjöfum. Markmið námsins er að nemendur fái fræðilega og hagnýta þekkingu um áfengis og vímuefnamál. Áhersla er lögð á að kynna nemendum rannsóknir og greiningu á áfengis og annarri vímuefnasýki ásamt mismunandi aðferðanálgun í meðferðarstarfi tengt áfengis-og vímuefnavanda. .

Með diplómanámi á meistarastigi í áfengis-og vímuefnamálum leggur félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands sitt af mörkum til að stuðla að betri þjónustu og fordómalausum viðhorfum gagnvart vinnu er lýtur að málaflokknum.

Inntökuskilyrði í diplómanámið eru BA- eða BS- próf á heilbrigðis-, félags- og kennslusviði.

Námið er byggt upp af tveimur námskeiðum og sérverkefni:

  • Þekkingarfræði og meðferðarkenningar í félagsráðgjöf (10e)
  • Aðferðir í áfengis-og vímuefnameðferð (10e)
  • Sérverkefni á sviði áfengis- og vímuefnamála (10e)

Notast verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir svo sem staðbundið lotunámskeið í byrjun misseris, upptökur af fyrirlestrum, fjarfundi, verkefni og umræður á vef.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is