Háskóli Íslands

Brautskráning og skil lokaverkefna

Stærsta hátíð háskólasamfélagsins er Háskólahátið og brautskráning. Undanfarin ár hefur Háskóli Íslands hefur brautskráð stúdenta þrisvar á ári, í júní, í október og í febrúar. Nú hefur sú breyting verið gerð að haldin er brautkráningarathöfn í HÍ tvisvar á ári, í júní og í febrúar. Engu að síður geta nemendur sem ljúka námi í september fengið staðfestingu á námslokum sínum í október og þeim er boðið að vera viðstaddir brautskráningarathöfn í febrúar.

Nemandi sem hyggst útskrifast með BA/MA próf eða diplóma frá Félagsráðgjafardeild skal skila inn eftirfarandi gögnum í aðdraganda brautskráningar (sjá skilafresti í kennslualmanaki deildar undir flýtileiðum hér til hægri):

Athugið að allir nemendur sem hyggja á brautskráningu verða að vera skráðir í áætlaða brautskráningu í Uglu. Slík skráning fer fram hjá nemendaskrá: nemskra@hi.is  

BA:

 • Rafrænu lokaeintaki ritgerðar á heimasvæði námskeiðsins „BA ritgerð í félagsráðgjöf“ í Uglu (word skjal, ekki pdf).  
 • Rafrænu lokaeintaki á Skemmuna, sem er stafrænt gagnasafn lokaverkefna nemenda og rita kennara.
  Hér má sjá nánari leiðbeiningar um skil í Skemmuna: Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.
 • Rafrænu eintaki af Turnitin skýrslu (originality report) til leiðbeinanda. Það getur tekið 24 tíma áður en nýtt „originality report“ birtist fyrir skjalið. Í kjölfar þess að háskólinn hefur fengið aðgang að Turnitin ritstuldarforriti, sem gerir nemendum og kennurum kleift að greina ef meðferð heimilda í ritgerðum er ábótavant, hefur verið ákveðið að allir nemendur skili með lokaritgerð, turnitin skýrslu sem tekið verður tillit til við yfirferð ritgerðar. Leiðbeiningar fyrir Turnitin. Nemendur fá aðgangsupplýsingar sendar í tölvupósti frá deildarskrifstofu.
 • Brautskráningareyðublaði úr BA námi

    Á þjónustuborðið í Gimli skal skila eftirfarandi:

 1. Útprentaðri staðfestingu á rafrænum skilum sem nemendur fá senda í tölvupósti frá Skemmunni (1 bls.). Athugið að nemendur fá tvo tölvupósta frá Skemmu, skila skal seinni tölvupóstinumn þar sem fram kemur að verkið hafi verið samþykkt. 
 2. Kvittun fyrir Turnitin skýrslu (digital receipt),útprentuðu eintaki af kvittun fyrir skilum ritgerðar í Turnitin.
   

MA:

 • Rafrænu lokaeintaki á Skemmuna, sem er stafrænt gagnasafn lokaverkefna nemenda og rita kennara. Sjá nánari upplýsingar á vef Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.
 • Rafrænu lokaeintaki ritgerðar á heimasvæði námskeiðsins „MA ritgerð í félagsráðgjöf eða Öldrunarfræði“ í Uglu (word skjal, ekki pdf).  
 • Rafrænu eintaki af Turnitin skýrslu (originality report) til leiðbeinanda. Það getur tekið 24 tíma áður en nýtt „originality report“ birtist fyrir skjalið. Í kjölfar þess að háskólinn hefur fengið aðgang að Turnitin ritstuldarforriti, sem gerir nemendum og kennurum kleift að greina ef meðferð heimilda í ritgerðum er ábótavant, hefur verið ákveðið að allir nemendur skili með lokaritgerð, turnitin skýrslu sem tekið verður tillit til við yfirferð ritgerðar. Leiðbeiningar fyrir Turnitin. Nemendur fá aðgangsupplýsingar sendar í tölvupósti frá deildarskrifstofu.
 • Brautskráningareyðublaði úr MA námi

    Á þjónustuborðið í Gimli skal skila eftirfarandi:

 • Tveimur innbundnum eintökum (þremur ef leiðbeinendur ertu tveir) af lokaverkefni sínu.
 • Útprentaðri staðfestingu á rafrænum skilum sem nemendur fá senda í tölvupósti frá Skemmunni (1 bls.). Athugið að nemendur fá tvo tölvupósta frá Skemmu, skila skal seinni tölvupóstinumn þar sem fram kemur að verkið hafi verið samþykkt. 
 • Kvittun fyrir Turnitin skýrslu (digital receipt), útprentuðu eintaki af kvittun fyrir skilum ritgerðar í Turnitin

 

Diplómanám:

Nemendur í diplómanámi sem hyggja á brautskráningu fylla út Brautskráningareyðublað úr diplómanámiNauðsynlegt er að skila brautskráningareyðublaði, annars er litið svo á að nemandi ætli ekki að brautskrást. 

Nemendur sem útskrifast með diplómapróf eru ekki viðstaddir brautskráningarathöfn. Afhending brautskráningarskírteinis fer fram á Þjónustuborðinu í Gimli frá og með mánudegi eftir brautskráningarhelgi. 

 

Meðaleinkunn

Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig nemendur geta reiknað út og áætlað meðaleinkunn sína í háskóla:

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is